UNNUR ANNA
KÖKUR Í PARADÍS

Uppskriftir og bakstursráð

HAFA SAMBAND

  • Instagram Social Icon

June 8, 2018

Whoopie pies eru kökur sem ekki margir hafa heyrt um. Whoopie pies eru einskonar samlokur, gerðar úr tveimur mjúkum smákökum með gómsætum kremfyllingum inní.
Konur úr Amish samfélögum í gamla daga bökuðu þessar kökur úr afgangs deigi sem þær áttu og gáfu börnum sínum o...

June 8, 2018

Ég hef æft dans síðan 2005 eða í 13 ár. Ég hef líka verið að kenna dans í gegnum árin og finnst það alveg frábærlega skemmtilegt. Veturinn 2012-2013  var ég að kenna 6-8 ára stelpum. Ég kenndi þeim mörgum svo í mörg ár eftir það og þykir mér endalaust vænt um þær allar...

June 8, 2018

Þessi jarðaberjasæla er svona klassísk gamaldags jarðarberjaterta sem ég fann í gömlu uppskriftarbókinni hennar mömmu. Það sem ég elska gömlu uppskriftarbókina hennar. Hún er stútfull af handskrifuðum uppskriftum sem mamma hefur fengið héðan og þaðan í gegnum tíðina. H...

June 5, 2018

Fjölskyldan mín er mjög náin. Við erum öll svo góðir vinir og alltaf góð við hvort annað. Við eigum það sameiginlegt að ver öll mjög upptekin – í dansi, ljósmyndaklúbbi, fótbolta, skólanum og í fleiru. Þess vegna eru sumir dagar þannig að við erum öll upptekin á sitthv...

June 5, 2018

Við mamma bökuðum ótrúlega góða böku í dag! Ameríska sítrónuböku! Ég er mjög mikið fyrir kökur með sítrónubragði þannig mamma benti mér á að þetta væri alveg pottþétt baka fyrir mig! Hún mamma mín þekkir mig auðvitað út og inn og því hafði hún alveg hárrétt fyrir sér –...

June 5, 2018

Þessi uppskrift kallast "múffur listamannsins". Ástæðuna veit ég ekki! Þetta eru möffins, gulrótamöffins, hollar og mjög góðar! Ég er algjör sælkeri og því er mjög sjaldgæft að þetta fari vel saman hjá mér „hollt og gott“ en það á alveg við um þessar.

Ég fékk uppskrifti...

June 4, 2018

Ég er ekki mikið fyrir súkkulaði. Það kemur mörgum á óvart og ég fæ alltaf sömu, viðbrögðin: „æi, hvað ég vorkenni þér“  eða „Færðu þér þá ekki páskaegg?“ og „Drekkurðu heldur ekki heitt súkkulaði?“ og svarið við þessu öllu er nei.  Það þarf ekki að vorkenna mér fyrir...

June 4, 2018

Veturinn hefur svo sannarlega verið að gera vart við sig í þessari  viku, allavegana hér á Akureyri. Það hefur þó verið mjög fallegt veður, en samt mjög kalt, -18°C. Því finnst mér við hæfi að koma með uppskrift af heimins besta kakói, það er svo gott í þessum kulda.
Þ...

June 4, 2018

Í flestum veislum sem ég held finnst mér gott að hafa eitthvað brauð með öllu hinu sæta. Brauðið sem slær hvað mest í gegn hjá mér eru gömlu góðu skinkuhornin okkar. Ég held að ég geti staðfest það að þetta eru líklega bestu skinkuhorn í heimi. Þau eru ótrúlega mjúk og...

June 4, 2018

Nú þegar sumarið er loksins gengið í garð, þá vantar mann oft eitthvað svalandi til að stilla þorstann. Þessi safi er alveg ótrúlega sumarlegur og góður og fullkominn í það hlutverk. Hann er mjög einfaldur í gerð og bragðast einstaklega vel!

Innihald:

1 lime

10 myntulauf

E...

Please reload

©2018 by unnuranna.com

  • Instagram Social Icon