top of page
  • Hvar á landinu ertu?
    Ég er á Akureyri. Ég tek þó stundum að mér verkefni út um allt land, þannig ekki hika við að hafa samband. :)
  • Ertu með stúdíó?
    Já! Ég deili krúttlegu stúdíói með mömmu minni sem einnig er ljósmyndari. Stúdíóið er í Tryggvabraut á Akureyri.
  • Hvað eru lífstílsmyndir?
    Lífstílsmyndirnar mínar eru einlægar myndir þar sem ég blanda saman uppstilltum og óuppstiltum pósum. Ég vinn að því að ná náttúrulegum, einlægum augnablikum í myndatökunum þar sem verið er að hlæja, flissa, leika, daðra, knúsa og sýna umhyggju.
  • Hvernig eru lífstílsmyndir öðruvísi en aðrar myndir?
    Lífstílsmyndirnar mínar eru einlægar myndir þar sem ég blanda saman uppstilltum og óuppstiltum pósum. Ég vinn að því að ná náttúrulegum, einlægum augnablikum í myndatökunum þar sem verið er að hlæja, flissa, leika, daðra, knúsa og sýna umhyggju. Annarskonar myndatökur eru oftar meira uppstilltar þar sem allir horfa í vélina og brosa. Ég tek yfirleitt amk eina svoleiðis í hverri myndatöku.
  • Í hverju á ég að vera í myndatökunni?
    Ég sendi nákvæmar upplýsingar varðandi fatnað þegar búið er að panta myndatöku. Einlit föt, sem hvorki eru með munstri eða stöfum á. Best ef fötin eru í Jarðar-tónum (Brún-beigetóna). Ekki svört föt. Ef fleiri en einn er í myndatöku þá er gott ef litirnir á fötum fólksins passi saman (Þarf þó ekki að vera eins). Hægt er að fá fatnað annan en undirföt lánaðan fyrir meðgöngumyndir og allur fatnaður er innifalinn ásamt aukahlutum fyrir ungbarnamyndatökur.
  • Hvar finn ég verðskrána?
    Verðskrána finnur þú hér.
  • Get ég látið prenta út myndir úr myndatökum?
    Myndir eru afhentar bæði í gæðum fyrir prent og fyrir vef. Viðskiptavinir sjá um að láta prenta fyrir sig sjálfir. Fyrir prent eru þær 30cm á lengri kantinn og 300dpi sem dugar til prentunar á flestum stærðum mynda. Ef óskað er eftir prentun á mjög stórum myndum skal vinsamlegast hafa samband við mig og ég gef myndina í enn betri gæðum viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
  • Finnurðu ekki svar við spurningunni?
    Ekki hika við að hafa samband hér!
bottom of page