top of page
20200319-270-Edit-Edit.JPG

Um Mig 

Unnur Anna - Lífstílsljósmyndari 

Ég heiti Unnur Anna og ég er fædd og uppalin á Akureyri. Ég er gift Charlie frá Bandaríkjunum og við eigum eina 4 ára stelpu sem heitir Agnes Emma og aðra nokkra mánaða sem heitir Ellen Rose. Ég elska ljósmyndun og er mitt helsta áhugasvið að taka lífstíls myndir af fjölskyldum, pörum, verðandi foreldrum, og börnum sem og í brúðkaupum. Það má segja að ég hafi ljósmyndun í blóðinu þar sem mamma mín er starfandi ljósmyndari og amma mín, langafi og bræður hans voru öll ljósmyndarar.

 

Ég er að læra ljósmyndun í Bandaríkjunum en er núna staðsett á Íslandi. Ég er aðallega á Norðurlandi en tek að mér verkefni allstaðar á landinu. 

​

Ég hef mikla ástríðu fyrir því að fanga á myndum þá skilyrðislausu ást sem foreldrar hafa gagnvart barninu sínu og þau órjúfanlegu tengsl sem fjölskyldur hafa. Ég veit ekkert skemmtilegra en að taka tilfinningaríkar og ævintýranlegar myndir sem sýna fegurðina í hversdagsleikanum.

 

​Hér á síðunni er hægt að finna ljósmyndapakkana mína og verðskrá - en ekki hika við að hafa samband ef þú hefur verkefni í huga sem þú finnur ekki á síðunni.

Hafa Samband
20200319-270-Edit-Edit.JPG
bottom of page