Verðskrá
... Festu dýrmætustu minningar lífsins á filmu
* Tilboðið gildir aðeins ef pantaðar eru bæði meðgöngu- & ungbarnamyndatöku á sama tíma.
** Hægt að skipta í tvær greiðslur
Vönduð ljósmyndabók sem hægt er að kaupa aukalega með myndatöku.
Verð: 22.000 kr
Ertu með valkvíða? Auka mynd er á 2.500 kr stykkið.
Ertu að bóka fermingar- eða útskriftarmyndatöku? Langar þig að slá tvær flugur í einu höggi og mynda alla fjölskylduna með?
Ekkert mál! Bættu fjölskyldunni við og fáðu 3 auka myndir á 5.000 kr aukalega.
Stök ljósmyndabók
Auka mynd
Bæta fjölskyldu við myndatöku
Fyrirtæki
SMÁA LETRIÐ
Fyrir bókun myndatöku þarf að samþykkja skilmála sem þarf svo að undirrita þegar mætt er í myndatökuna. Skilmálana má finna hér.
Allar myndir eru afhentar í lit og svarthvítu, bæði í vef- og prentuplausn.
Fullunnar myndir eru 5 fleiri en ljósmyndapakkar gera ráð fyrir og geta viðskiptavinir því valið úr úrvali mynda.
Auka mynd kostar 2.500 kr.
Myndirnar sem viðskiptavinir velja eru afhentar á usb lykli í fallegri gjafaöskju og fylgir ein útprentuð mynd með.
Fyrir tvíbura bætast 5 auka myndir við myndatökuna og 10.000 kr.
Ef mynda á stórfjölskyldu (fleiri en 6 manns) þá þarf að taka það fram
og ég geri verðtilboð fyrir þá myndatöku.
Hægt er að velja um úti eða inni myndatökur fyrir allar myndatökur, nema ungbarnamyndatökur, sem einungis fara fram í stúdíói.
Ef óskað er eftir bæði úti- og innimyndatöku bætast 5 myndir við og10.000 kr.
Fyrir eins árs afmælismyndatökur eru allar skreytingar innifaldar ásamt fatnaði fyrir kökufjör og kökunni sjálfri. Ef óskað er eftir glúten-, mjólkur- eða sykurlausri köku sér viðskiptavinur um að skaffa hana.
Ath. að ekki er veittur afsláttur þó viðskiptavinur ákveði að
koma með sína eigin köku.
Myndatökur innihalda 45-60 mín myndatöku að undanskildum ungbarnamyndatökum sem geta tekið allt að 4 klst.
Mikil hugmyndavinna fer í hverja myndatöku sem og uppstilling og stílisering.
Hægt er að fá fatnað annan en undirföt lánaðan fyrir meðgöngumyndir og
allur fatnaður og aukahlutir fyrir ungbarnamyndatökur eru innifaldar.