top of page
  • Unnur Anna

Uglubollakökur með klísturkremi


Þessar bollakökur gerði ég fyrir bekkjarpartý í MA fyrir nokkrum árum. Ég skreytti þær að sjálfsögðu í stíl við merki MA, ugluna.

Þær eru frábærar í barnaafmæli, þemaafmæli eða bara við hvaða tilefni sem er. Uppskriftin er gömul kökuuppskrift af köku með klísturkremi frá langömmu minni. Ég kalla kökuna reyndar alltaf Ellu-köku, en Ella er systir afa sem eftir langömmu, gerir alltaf þessa köku í fjölskylduboðum.

Ellu-kaka er ein af uppáhalds- kökunum mínum og er sko alls ekki verri sem bollakaka.

Ein uppskrift gerir ca 18-20 bollakökur.

Hér er uppskriftin:

Bollakökurnar–innihald:

1 ½ bolli sykur 100 g smjörlíki 2 egg 1 ½ tsk vanilludropar 1 ¾ bolli hveiti 1/3 bolli kakó 1 tsk lyftiduft 1 bolli súrmjólk

Aðferð:

  • Stillið ofninn á 180°C.

  • Sykur og smjörlíki hrært vel saman

  • Einu eggi bætt útí, hrært örlítið, hinu svo bætt við og hrært vel

  • Vanilludropum bætt útí, hrært vel.

  • Á meðan blandan er hrærð saman, setjið hveiti, kakó og lyftiduft í skál og blandið saman með skeið

  • Bætið út í hrærivélarskálina, ásamt súrmjólkinni og blandið aðeins saman.

  • Setjið í bollakökuform, gott að nota ísskeið, eða fulla 2/3 af forminu (Sjá hér hvernig er best að gera þær allar jafnstórar)

  • Bakið í 17-20 mínútur eða þar til að ef þið setjið prjón í kökuna, kemur ekkert blautt deig á prjóninn þegar þið togið hann upp.

  • Látið kólna ( í a.m.k 30 mín)

Kremið – Innihald:

230 g púðursykur 120 g sykur tæpir 2dl vatn 2 eggjahvítur

Kremið – aðferð:

  • Púðursykur, sykur og vatn sett í pott og hitað þar til sykurinn er bráðnaður (tekur stutta stund)

  • Á meðan sykurinn er að hitna, stífþeytið eggjahvíturnar.

  • Hellið svo úr pottinum í mjórri bunu út í stífþeyttu eggjahvíturnar og láta þeytast á meðan og í smástund á eftir.

  • Setjið kremið á með borðhníf (þarf ekki að sprauta kreminu á þegar uglurnar eru gerðar) og setjið alveg slatta.

Uglu-andlit–Innihald:

3 pakkar oreo-kex (tvö augu eru tvö oreo kex) 2 pokar m&m (hægt að nota hvaða lit sem er, þá þarf bara 1 poka, en ég vildi

bara hafa uglurnar með brún augu og þá þarf 2 pakka, restina er svo bara hægt að borða! ) 1 poki Freyju möndlur

Aðferð:

  • Takið í sundur eins mörg oreo kex og þið þurfið (2 kex á hverja bollaköku)

  • Setjið eitt m&m á hvert oreo kex

  • Setjið oreo-kexin hlið við hlið á miðjuna á bollakökunum.

  • Setjið 1 möndlu á milli kexanna, fyrir nef.

  • Fyrir ofan augun eru síðan gerð eyru, með því að nota borðhníf og draga kremið aðeins út til hliðanna.

og þá eru uglurnar klárar!

- Unnur Anna -

bottom of page