top of page
  • Unnur Anna

Ávextir með Súkkulaðirjóma!

Í öllum veislum sem ég held þá finnst mér mjög mikilvægt að hafa eitthvað í hollari kantinum með öllu þessu óholla. Þessi uppskrift er tilvalin í það! ... een samt ekki.

Þetta eru jú vissulega hollir ávextir en svo kemur súkkulaðirjóminn með, sem gerir ávextina 100% betri en er ekkert það hollur. Mér finnst þetta ómissandi sem holli/óholli rétturinn og fullkominn til að reyna að sannfæra mann um að maður sé að borða eitthvað hollt með.

Það hafa ekki margir heyrt af þessari uppskrift og hún er alltaf fljót að klárast hjá mér. Því mæli ég með að gera allavegana tvöfalda uppskrift fyrir afmæli. Hér er hún:

Ávextir skornir í bita.

Ég nota oftast:

2-3 epli

2-3 Banana

4 Kiwi

Jarðarber

Bláber

Hindber. (best að blanda öllu saman og enda á að setja hindberin ofaná.)

Gott er að setja smá sítrónusafa yfir ávextina þá haldast þeir fallegir lengur.

Súkkulaðirjómi:

Innihald:

2 msk 18% sýrður rjómi

2 msk púðursykur

2-3 msk ljós súkkulaðispænir

2 tsk appelsínusafi

Tæpur 1 peli þeyttur rjómi (250 mL) (Þangað til þetta er orðið passlega þykkt)

Aðferð:

  • Blandið sýrðum rjóma, púðursykri, súkkulaði og appelsínusafa saman.

  • Þeytið rjóma og bætið útí.

Voila! Þetta geymist best í kæli.

Svo er best að setja veeel af súkkulaðirjómanum yfir ávextina.

Njótið!!

Comments


bottom of page