Undanfarið hef ég verið að gera tilraunastarfsemi með sykur- og hveitilausar uppskriftir.
Ég get ekki annað sagt en að sú tilraunastarfsemi hafi farið fram úr öllum vonum því ég er búin að gera þvílíkt margar góðar uppskriftir. Ég er mjög spennt að deila uppskriftunum með ykkur og hér er sú fyrsta.
Þetta eru litlar ostakökur sem eru svo dásamlega góðar og tilvaldar með kaffinu.
Ég skipti deiginu í tvennt og gerði súkkulaði-ostaköku annarsvegar og hindberja-ostaköku hinsvegar. Hindberjaostakökurnar voru mun vinsælli en ég ætla samt að setja báðar gerðir hér.
Ein uppskrift dugði í 11 litlar kökur og var fínt fyrir 5 manns í kaffitímanum ásamt öðru.
Kexbotn:
Innihald:
2 bollar möndlumjöl 1 tsk kanill 3-4 msk low-carb hlynssýróp frá GoodGood 100gr bráðið smjör
Aðferð:
Öllu blandað saman. Sett í botninn á sílíkon möffinsformum eða einhverju svipuðu sem hægt er að fyrsta og ná upp úr forminu.
Ostakakan:
Innihald:
150 gr rjómaostur 50 gr bráðið smjör 1/4 bolli bráðin kókosolía 2 msk GoodGood hlynssýróp 1 tsk vanilludro