Belgískar Vöfflur!

June 4, 2018

Þessi uppskrift af belgískum vöfflum er orðin einskonar hefð að gera hjá mömmu fjölskyldu þegar einhver á afmæli, sérstaklega hjá systur mömmu, Auði. Þær eru svo góðar og stökkar, og ekkert smá gott að setja ís, sósu, ber og flórsykur á þær!

Við eigum heima belgískt vöfflujárn sem gerir vöfflurnar svona þykkri, kassalaga og stökkar. Ég hef því ekki prófað að gera belgískar vöfflur með venjulegu vöfflujárni, það gæti alveg sloppið, en þó veit ég það ekki. Endilega látið mig vita hvernig fer ef þið gerið vöfflurnar í venjulegu vöfflujárni!

En hér er hægt að kaupa belgískt vöffllujárn og ég mæli sko alveg með því!!

 

 

Belgískar vöfflur -Innihald: 

100 g. smjörlíki
75 gr. sykur
2 egg
Vanilludropar
Salt af hnífsoddi
250 g hveiti
3 sléttfullar tsk lyftiduft
3 dl mjólk

 

Aðferð:

  • Smjör og sykur þeytt saman í hrærivél

  • Einu eggi bætt út í, í einu og hrært aðeins á milli

  • Vanilludropum bætt út í og hrært aðeins

  • Salti, hveiti og lyftidufti bætt útí ásamt mjólkinni og hrært rólega saman.

  • Ein stór ausa af vöffludegi sett í vöfflujárnið og hitað í 2-3 mín.

Borið fram með ís, súkkulaðisósu, berjum og smá flórsykri á toppinn.

 

 
Verði ykkur að góðu!

- Unnur Anna - 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Our Recent Posts

Ávextir með Súkkulaðirjóma!

July 30, 2018

Súkkulaðibitasmáköku-terta!

July 12, 2018

Sykur- og glúteinlausar ostakökur

June 13, 2018

1/1
Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2018 by unnuranna.com

  • Instagram Social Icon