top of page
  • Unnur Anna

Holl súkkulaðikaka

Ég er ekki mikið fyrir súkkulaði. Það kemur mörgum á óvart og ég fæ alltaf sömu, viðbrögðin: „æi, hvað ég vorkenni þér“ eða „Færðu þér þá ekki páskaegg?“ og „Drekkurðu heldur ekki heitt súkkulaði?“ og svarið við þessu öllu er nei. Það þarf ekki að vorkenna mér fyrir að borða ekki eitthvað sem mér finnst vont, ég fæ mer reyndar stundum páskaegg en ég er meira fyrir nammið inn í því. En mér finnst ótrúlega gaman að gleðja aðra með súkkulaðikökum! Þessi sunnudagskaka er holl súkkulaðikaka, uppskriftin er frá Sollu, hún er mjög girnileg og allir sem ég hef bakað hana fyrir finnst hún ómótstæðileg.

Botn – Innihald:

100 g möndlur 100 g kókosmjöl 250 g döðlur 2-3 msk hreint kakóduft 1/2 tsk hreint vanilluduft

Aðferð:

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman, þjappið vel í form, annað hvort eitt stórt, eða mörg lítil (möffins)

Súkkulaðikrem – Innihald:

1 dl Kaldpressuð kókosolía 1 dl hreint kakóduft 1/2 dl Agavesýróp (Má líka nota Yaccon, maple eða good good)

Aðferð:

  • Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi. Passið að hafa vatnið þó ekki of heitt, helst ekki heitara en 45°C, því þá verður súkkulaðið matt og þykkt, sem er víst ekki eins gott ;).

  • Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft og agavesýróp í skál og hrærið þessu saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið inn í frysti í 1-2 klst. ​ATH!

  • Ég hef stundum gert 1 1/2 uppskrift af botninum, því hann er svolítið þunnur. Það er mjög gott að setja jarðaber eða bláber ofan á kökuna og bera hana fram með rjóma, eða hrísrjóma!

Verði ykkur að góðu! – Unnur Anna -

bottom of page