Þessi uppskrift kallast "múffur listamannsins". Ástæðuna veit ég ekki! Þetta eru möffins, gulrótamöffins, hollar og mjög góðar! Ég er algjör sælkeri og því er mjög sjaldgæft að þetta fari vel saman hjá mér „hollt og gott“ en það á alveg við um þessar.
Ég fékk uppskriftina frá mömmu æskuvinkonu minnar, Hörpu, sem sjálf er algjör listamaður. Uppskriftin virðist pínu bras, en tekur enga stund að gera og í einni uppskrift eru 15 möffins. Ég mæli með þessum í kaffitímanum!
Innihald:
2 bollar hveiti (Hægt að nota spelt) 1 1/3 bolli hrásykur 2 tsk lyftiduft 2 tsk kanill 1/4 tsk múskat 1/2 tsk salt 2 bollar rifnar gulrætur 1/2 bolli kókosmjöl 1/2 bolli flysjað, rifið epli 3 stór egg 3/4 bolli olía 1/4 bolli appelsínusafi 2 tsk vanillusykur
Aðferð:
Stillið ofninn á blástur og175°C
Hrærið saman gulrótum, kókosmjöli og epli í skál.
Hrærið eggjum, olíu, appelsínusafa og vanillusykri saman í annari skál.
Bætið þurrefnum út í skál 2.
Blandið gulrótunum, kókosmjölinu og eplinu vel saman við.
Setjið múffurnar í form og bakið á blæstri í 35 mínútur.
Látið múffurnar kólna.
- Unnur Anna -