top of page
  • Unnur Anna

Burt með blaut möffinsform

Nú hef ég verið mjög dugleg í gegnum tíðinna að baka möffins og bollakökur með kremi. Ég er dugleg að versla mér möffinsform fyrir þetta með allskyns munstri og í allskonar þykktum. Það sem ég hef tekið eftir að oft lítur formið alveg ótrúlega fallega út - en eftir að ég baka deigið í þeim, þá eiga formin svo oft til að blotna og verða fitugt og daufara, alls ekki eins fallegt og það var fyrir.

★★★

En! Nú er ég komin með snilldarlausn á þessu og það er mjög einfalt! Ég nota alltaf bollakökumót fyrir allar möffins og bollakökur og þessi lausn krefst þess einnig.

Það er einfaldlega hægt að setja botnfylli af ósoðnum hrísgrjónum í botnin á mótinu og þessi raki er úr sögunni!

Hrísgrjónin draga í sig svo mikið að þetta breytir heilmiklu.

Mér finnst samt best að skipta um hrísgrjón í hvert skipti.

Til vinstri er möffinsform sem var ekki með hrísgrjónum en til hægri var með hrísgrjónum. Mikill munur að mínu mati!

Vona að þetta hjálpi einhverjum!

- Unnur Anna -

bottom of page