top of page
 • Unnur Anna

Besta Daim-terta í heimi


Við stórfjölskyldan erum mjög mikið fyrir að hittast í afmælum, kaffiboðum eða jólaboðum og njóta þess að narta í kökur og eiga góðar stundir saman. Við erum með nokkrar svona "hefðir" í sætindavali í kaffiboðunum hjá okkur. Belgískar vöfflur og mini cupcakes eru mjög klassískt, en það sem er allra vinsælast hjá okkur er Daim tertan góða. Fyrir löngu síðan fann mamma uppskrift sem hún breytti og bætti og úr varð Daim terta. Mamma gaf þessa uppskrift svo í bæjarblað sem hét Dagur og uppskriftin fór sem eldur um sinu um bæinn.

Allir sem smakka eru mjög hrifnir af þessari köku. Ég ætla ekki að hafa þessa lofræðu neitt lengri - þið verðið bara að prófa.

Það er nauðsynlegt að gera þessa köku allavegana degi áður en borin fram - því best er að frysta hana og borða þegar hún er enn smá köld.

Daimterta - Botn - Innihald:

3 eggjahvítur

3 dl. sykur

Aðferð:

 • Ofninn stilltur á 130 gráður

 • Eggjahvíturnar og sykurinn stífþeytt

 • (Þangað til að deigið heldur forminu þegar þeytarinn er tekinn upp úr).

 • Sett í bökunarform (hringlaga) með smjörpappír í botninn

 • Bakað neðst í ofni í 1 klst.

 • Leyfið maregnsinum að kólna vel áður en kremið er sett á.

Kremið - Innihald:

3 eggjarauður

2 dl sykur

4 lítil daim stykki söxuð

4 dl þeyttur rjómi

Aðferð:

 • Eggjarauður og sykur þeytt mjög vel.

 • Bætið söxuðu daiminu út í og blandið saman við

 • Þeytið rjómann í öðru íláti og blandið honum svo varlega við eggjablönduna með sleikju.

 • Notið svo sleikjuna til að breiða kreminu yfir maregnsinn.

 • Frystið yfir nótt

 • Best að bera fram smá kalt.

Ég vona að þið njótið þessarar tertu jafn vel og við gerum alltaf! - Unnur Anna -

bottom of page