Þegar ég geri bollakökur, möffins, smákökur eða einhverjar aðrar litlar kökur þykir mér fallegast að hafa þær allar jafnstórar. Þetta vafðist fyrir mér í mörg ár þar sem ég notaðist alltaf við tvær matskeiðar að setja ofan í form eða á bökunarpappírinn og náði aldrei að setja alveg jafnt ofan í hvert.
★★★
Síðan, splæsti ég í ísskeiðar, eina stóra og eina litla. Eftir það eru allar mínar smákökur jafnstórar, miklu minni sóðaskapur og maður er helmingi fljótari!
Litlu ísskeiðarnar nota ég í flestar smákökur, sem og litlar mini cupcakes.
Stóru ísskeiðarnar nota ég fyrir venjulega stærð af cupcakes og aðrar stærri kökur. Þetta er algjörlega fool-proof ráð og maður snýr sko ekki aftur í matskeiðarnar eftir þetta.
Litlar ísskeiðar er hægt að fá hér í Allt í Köku.
Stærri ísskeiðarnar fást meðal annars hér hjá Kúnígúnd
Ég vona að þetta ráð hafi hjálpað einhverjum!
- Unnur Anna -