top of page

Dásamleg Jarðarberjaterta

Unnur Anna

Þessi jarðaberjasæla er svona klassísk gamaldags jarðarberjaterta sem ég fann í gömlu uppskriftarbókinni hennar mömmu. Það sem ég elska gömlu uppskriftarbókina hennar. Hún er stútfull af handskrifuðum uppskriftum sem mamma hefur fengið héðan og þaðan í gegnum tíðina. Hún ber þess merki að hafa verið mikið notuð í gegnum árin og það gefur henni svo mikinn sjarma. Mér finnst svo gaman að gramsa aðeins í henni og finna gamlar góðar uppskriftir :).

Hér er uppskriftin af þessari frábæru einföldu jarðarberjatertu.

Innihald:

6 eggjahvítur

300 g sykur

1/8 tsk salt

2 tsk borðedik

ca ½ líter rjómi

1-2 Box jarðarber

Aðferð:

  • Stillið ofninn á 150 °C

  • Þeytið eggjahvíturnar saman í smá stund

  • Bætið sykrinum útí hægt og rólega

  • Bætið salti og ediki saman við.

  • Setjið í eldfast mót, ég nota 28 cm sporöskjulaga form

  • ATH! Marengsinn fyllir mjög líklega nánast upp í allt formið, en mun falla alveg slatta þegar hann er tekinn úr ofninum.

  • Bakið við 150°C í 30 mínútur og svo við 175°C í 30 mínútur

  • Leyfið aðeins að kólna.

  • Því næst er rjóminn þeyttur og svo settur ofan á marengsinn.

  • Jarðarberin eru skorin og þeim raðað fallega ofaná eða sett heil ofan á. Ég skar þessi jarðarber með eggjaskera,þannig urðu allar sneiðarnar jafn þykkar og þetta tók enga stund!

  • Instagram Social Icon

©2020 by unnuranna.com

bottom of page