top of page
  • Unnur Anna

Æðisleg karamellustykki


Ég sat á kaffihúsi einu sinni og fékk mér rice crispies stykki. Stykkið var því miður ekki mjög gott. Fólk í kringum mig var að spjalla um allt og ekkert - en ég var löngu hætt að hlusta. Ég bara gat ekki hætt að pæla í því hvernig mætti bæta þetta Rice Crispies stykki…

Ég fór því heim, með mjög góða hugmynd og framkvæmdi hana. Út kom mjög gott, rice crispies stykki, að mínu mati - Karamellu rice crispies stykki. Uppskriftin er mjög svo einföld, og ef verið er að baka svona í lítið kaffiboð, er alveg nóg að gera hálfa uppskrift, en fyrir afmæli eða eitthvað stærra, mæli ég með heilli uppskrift!

Innihald:

240g smjör 230g púðursykur 1/2 bolli rjómi 1 tsk vanilludropar 4 bollar Rice Crispies

Aðferð:

  • Blandið öllu, nema rice crispies, í skál og sjóðið í 18 – 20 mínútur. ( 8-10 mínútur í hálfri uppskrift)

  • Þegar karamellan er orðin þykk, eftir þessar 18-20 mínútur skal blanda Rice crispiesinu saman við.

  • Setjið á plötu, með smjörpappír undir og kælið í 1 – 2 klst.

  • Takið svo út og skerið í litla bita, eða skerið út einhver form!

Mæli hiklaust með þessari uppskrift!

- Unnur Anna -

bottom of page