top of page
  • Unnur Anna

Klassískar möffins með appelsínusúkkulaði


Ég er mikill sælkeri, og á nokkrar svona klassískar uppskriftir sem eru í miklu uppáhaldi. Möffins er ein af þessum uppskriftum sem ég elska. Svo ótrúlega einfalt að gera og mjög gott. En ég get svo svarið það, fjölskyldan mín á eina af bestu möffinsuppskriftum sem ég hef smakkað. Sjálf er ég svo mjög mikið fyrir að smakka deig og þetta deig er svo einstaklega bragðgott að það hefur komið fyrir að möffinsið er ekki bakað heldur deigið bara borðað!! 

Möffins - Innihald: 

1 1/2 bolli sykur

3 egg

2 1/2 bolli Hveiti 

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 tsk vanilludropar

1 dós kaffijógúrt

200 gr brytjað appelsínusúkkulaði 

220 gr brætt smjörlíki

Möffins - Aðferð:

  • Stillið ofnin á 180 gráður. 

  • Egg og sykur þeytt mjög vel saman

  • Þurrefnum bætt út í ásamt vanilludropunum og jógúrtinu. 

  • Hræra örlítið

  • Bræddu smjörlíkinu hellt samanvið í þremur skömmtum og hrært örlítið á milli

  • Geymið deigið í 2-3 mínútur.


Setjið brytjaða súkkulaðið útí og setjið í möffinsform.

  • Bakað í 15-17 mínútur 

  • (Ef þið gerið minimöffins: þá eru þær bakaðar í 8-10 mínútur) 

bottom of page