top of page
  • Unnur Anna

Nammi Gott í barnaafmælið


Ég hef æft dans síðan 2005 eða í 13 ár. Ég hef líka verið að kenna dans í gegnum árin og finnst það alveg frábærlega skemmtilegt. Veturinn 2012-2013 var ég að kenna 6-8 ára stelpum. Ég kenndi þeim mörgum svo í mörg ár eftir það og þykir mér endalaust vænt um þær allar. Eftir vorsýningu skólans þetta árið bauð ég stelpunum heim til mín í smá „kveðjupartý“ þar sem við borðuðum margt gott, fórum í leiki og allar stelpurnar fóru með smá pakka frá mér heim.

Meðal annars sem ég gerði handa stelpunum voru smá stykki sem við heima köllum „Nammi gott“ og þetta er algjört nammi gott! Ég var oft með þetta í afmælum hjá mér þegar ég var lítil og alltaf þegar krakkarnir smökkuðu þetta heyrðist í þeim „mmm… þetta er nammi gott!“og þannig kom nafnið. En uppskriftin er afar einföld

Innihald:

75 g. smjörlíki

300 sykurpúðar

15 dl rice crispies

2,5 dl. M&M/Smarties

12 pappa- eða plastglös

12 sleikjó- eða frospinnaprik eða plastskeiðar. (Fást í A4)

Aðferð:

  • Blandið saman rice crispies og M&M/Smarties í skál

  • Bræðið smjörlíkið og sykurpúðana í stórum potti á meðalhita og hræra í.

  • Hrærið bræðingnum saman við rice crispies blönduna og blandið vel.

  • Setjið blönduna í glösin og stingið skeið/priki í miðjuna.

  • Kælið í ísskáp í 30 mín áður en þið takið þetta út.

  • Takið plastglösin utan af Nammi gottinu (Gætuð þurft að klippa glösin ef þetta er mjög klístrað )

og þá er þetta bara reddí!

Ég gerði margt sniðugt fyrir þetta kveðjupartý, en meðal annars þá safnaði ég Froosh-flöskum, þreif þær og tók miðana af og setti drykki í þær. Svo gerðum við "bleika mjólk" en þá settum við einfaldlega bleikan matarlit út í mjólkina til að gera hana meira spennandi.

Stelpurnar fóru svo allar heim með svona poka en þar mátti finna meðal annars sleikjó, límmiða, mynd úr danssýningunni þeirra og umsögn um hverja þeirra.

Mæli algjörlega með þessum hugmyndum og þá sérstaklega nammi-gotinu fyrir barnaafmælið!

- Unnur Anna -

bottom of page