No tags yet.
Um daginn bakaði ég sykurpúða með yndislega 4 ára bróðursyni mínum. Hann var mjög spenntur yfir því að baka sykurpúða, honum finnst þeir nefnilega mjög góðir. Hann fylgdist því mjög vel með öllu sem ég gerði. Hann hjálpaði mér líka eins og hann gat og sagði svo reglulega: „Nú get ég farið heim og kennt mömmu þetta! :)“ Uppskriftin hljómar smá flókin en er ekkert mál þegar maður er kominn í þetta.
Sykurpúðar – Innihald:
3 stk eggjahvítur
200 mL vatn
455 g sykur
1 msk glúkósi (Fæst í Hagkaup)
9 stk matarlímsblöð (Fæst einnig í Hagkaup)
1 tsk vanilludropar