Súkkulaðibitasmáköku-terta!

July 12, 2018

Þið heyrðuð það rétt! Súkkulaðibitasmáköku-terta, með kökudeigskremi, karamellufrosting og púðursykurssmjörkremi! Gerist ekki mikið dásamlegra og sætari en þessi hér! 

 

Ég mæli hiklaust með þessari fyrir næsta saumaklúbb, afmæli eða bara með kaffinu! 

Uppskriftin er í nokkrum liðum og það er alveg hægt að gera smákökubotnana og kökudeigið deginum fyrr - en ég mæli með því að gera smjörkremið og karamellufrosting-ið sama dag og þið setjið kökuna saman. 

Hér er uppskriftin: 

 

 

Smákökubotnar:

250 gr smjör við stofuhita

150 ml sykur

150 ml púðursykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

1/2 tsk salt

3 bollar hveiti

1 tsk matarsódi

1 msk maizenamjöl

Smá mjólk

½ bolli rjómasúkkulaðidropar

 

 

Smákökubotnar aðferð:

 • Þessi kaka er stór og dugar fyrir marga.

 • Stillið ofninn á 170c

 • Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur í hrærivél

 • Bætið eggjunum útí, einu í einu og hrærið á milli.

 • Bætið vanilludropum út í og hrærið.

 • Blandið þurrefnunum saman í aðra skál.

 • Með hrærivélina stillta á lágan hraða, bætið þurrefnunum út í hægt og rólega.

 • Bætið við smá mjólk (ca 1 dl) þannig að deigið sé örlítið þykkara en venjulegt skúffukökudeig.

 • Bætið súkkulaðidropunum út í og hrærið lítið (gott að hræra með sleikju)

 • Notið nú teskeið eða hálfa matskeið (notið mæliskeiðina sjálfa eða eitthvað álíka) til að gera 8 jafnlitlar smákökur (notað til að skreyta) og bakið í 8-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar við endann.

 • Skiptið restinni af deginu í þrjú form sem eru ca 22cm í þvermál. Bakið í 18-20 mínútur.

 • Leyfið botnunum að kólna vel áður en kökudeigskremið er sett á milli.

 

 

Kökudeig:

150gr smjör

150 ml sykur

150 ml púðursykur

1 tsk vanilludropar

1/4 tsk salt

1 1/2 bolli hveiti

4 msk mjólk

1/2 bolli rjómasúkkulaðidropar

 

Kökudeig-aðferð:

 • Smjör, sykur, púðursykur og vanilludropar sett í hrærivél og hrært vel.

 • Þurrefnunum blandað út í og hrært.

 • Bætið mjólk út í þannig að kökudeigið sé ca eins þykkt og smjörkrem (Sjá myndband)

 • Bætið súkkulaðidropunum út í og hrærið lítið (gott að nota sleikju)

 • Setið fyrsta botninn á kökufat og dreifið helmingnum af kökudeiginu á botninn.

 • Setjið næsta botn ofaná og dreifið seinni helmingnum af kökudeiginu á þann botn.

 • Þriðji botninn fer svo ofan á kökudeigið.

 

 

 

Karamellufrosting:

2 msk smjör

3 msk rjómi

1/2 bolli púðursykur

-

1/2 tsk vanilludopar

1/4 tsk salt

-

1 bolli flórsykur

 

Karamellufrosting – aðferð:

 • Smjör, rjómi og púðursykur sett í lítinn pott og suðan látin koma upp.

 • Haldið suðunni í 1 mínútu og hrærið stanslaust á meðan.

 • Slökkvið undir og takið af hellunni.

 • Bætð vanilludropum og salti út í heita blönduna.

 • Setjið í hrærivélarskál.

 • Flórsykrinum er svo bætt út í skálina og hrært örlítið.

 • Hér þarf að hafa hraðar hendur því þetta harðnar hratt.

 • Hellið Karamellunni yfir kökuna og leyfið henni að leka út af kökunni.

 

 

 

Púðursykurssmjörkrem:

50 ml púðursykur

2 msk smjör

2 msk rjómi

-

100gr smjör

1 1/2 bolli flór sykur

 

Púðursykurssmjörkrem:

 • Púðursykur, smjör og rjómi sett í pott og suðan látin koma upp.

 • Haldið suðunni í 1 mínútu og hrærið stanslaust á meðan.

 • Takið af hitanum og slökkvið undir.

 • Leyfið blöndunni að kólna vel

 • Þeytið 100gr af smjörinu í hrærivél á meðan þar til það verður létt og ljóst

 • -

 • Bætið blöndunni hægt í mjórri bunu út í og hrærið á meðan (blandan verður að vera orðin nægilega köld svo hún bræði ekki smjörið)

 • Flórsykrinum bætt út í, ½ bolla í einu.

 • Hrært vel þar til smjörkremið er orðið létt og ljóst.

 • Smjörkremið er svo sett í sprautupoka og 8 toppar eru settir með jöfnu millibili á kökuna.

 • Síðan er ein smákaka sett á hvern topp og þá er kakan klár!

 Agnes Emma litli aðstoðarbakarinn minn fyglist spennt með mömmu sinni. 

 

 

Svo er bara að njóta með bestu lyst! 

 

Please reload

Our Recent Posts

Ávextir með Súkkulaðirjóma!

July 30, 2018

Súkkulaðibitasmáköku-terta!

July 12, 2018

Sykur- og glúteinlausar ostakökur

June 13, 2018

1/1
Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2018 by unnuranna.com

 • Instagram Social Icon